Innlent

Jóhanna: Bankarnir fóru offari

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir að viðskiptabankarnir hafi farið offari á fasteignamarkaði fyrir fjórum árum.

,,Það hefur komið í ljós að bankarnir fóru offari. Það sjá það allir," segir Jóhanna og hún vonar að forystumenn bankanna læri af reynslunni.

Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir sem gripið verður til vegna erfiðrar stöðu á fasteigna- og fjármálamarkaði og er ætlað að blása lífi í húsnæðismarkaðinn. Íbúðalánasjóður mun veita lán til banka og annarra fjármálafyrirtækja til endurfjármögnunar á íbúðalánum sem þeir hafa veitt.

Jóhanna segir að Íbúðalánasjóður hafi sannað gildi sitt. ,,Íbúðalánasjóður hefur staðið þetta allt af sér og ef ekki væri fyrir hann þá væri enginn virkur fasteignamarkaður," segir Jóhanna og bætir að Íbúðalánasjóður muni starfa áfram og hún ætli að standa traustan vörð um sjóðinn.


Tengdar fréttir

Eðlileg og skynsamleg viðbrögð við stöðunni

Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóa Íslands, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fasteigna- og fjármálamarkaði, sem kynntar voru í gær, eðlileg og skynsamleg viðbrögð við þeirri stöðu sem uppi er.

Mikilvægt að bankakerfinu sé rétt hjálparhönd

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir nýjasta úspil ríkisstjórnarinnar sýna að Davíð hafi sigrað Golíat. Hann segir bankana hafa séð að þeir ráði ekki við stöðuna og fagnar þessu skrefi ríkisstjórnarinnar.

Steingrímur: Innrás bankanna var mislukkuð

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna erfiðrar stöðu á fasteigna- og fjármálamarkaði sýna að innrás bankanna á fasteignamarkað var mislukkuð.

ASÍ: Ástæða til að fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar

Alþýðusamband Íslands telur ástæðu til að fagna tillögu ríkisstjórnarinnar sem miða að því að blása lífi í húsnæðismarkaðinn. Eins og fram kom fyrr í dag hleypur ríkið undir bagga með bönkunum og lánar þeim fé til að lána til íbúðarkaupa og þá verður brunabótaviðmið lánveitinga Íbúðalánasjóðs afnumið og miðað við 80 prósent af kaupverði eignar.

Afnám brunabótamatsins stórsigur fyrir lántakendur

Ingibjörg Þórðardóttir, formaður félags fasteignasala, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar skref í rétta átt og breytinguna á brunabótamatinu segir hún stórsigur fyrir lántakendur. Ingibjörg hefði þó viljað sjá hámarkslánin fara örlítið hærra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×