Innlent

Þingflokksformenn ósamstíga um Davíðs-bókun

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eru mjög ósamstíga í áliti sínu á frétt um bókun ráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórn um að Davíð Oddsson seðlabankastjóri sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og starfi ekki í þeirra umboði.

Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að fréttin um Davíðs-bókunina sé "kjaftæði" eins og hún kemst að orði. "Ég veit ekki til að nein slík bókun hafi verið gerð og því er þetta að mínu viti eins og hver annar kjaftagangur," segir Arnbjörg.

Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að það sé augljóst mál að ekki verði gerðar breytingar á peningamálastefnunni nema með því að skipta út stjórn Seðlabankans. "Það er alveg klárt og það sér hver maður að ný peningamálastefna getur ekki orðið með óbreyttri stjórn Seðlabankans," segir Lúðvík.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×