Fótbolti

Xavi tryggði Spánverjum sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spánverjar fagna sigurmarki sínu í kvöld.
Spánverjar fagna sigurmarki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Nokkrir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld en Spánn vann 1-0 sigur á Bandaríkjunum í Santander á Spáni.

Þetta var síðasti leikur Spánverja fyrir EM sem hefst um helgina en það var Xavi sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu leiksins.

Xavi prjónaði sig í gegnum vörn Bandaríkjanna og skoraði með laglegu skoti. Spánverjar hafa nú ekki tapað landsleik í sextán leikjum í röð en fyrsti leikur liðsins á EM verður gegn Rússum þann 10. júní.

Rússar unnu einmitt 4-1 sigur á Litháen fyrr í kvöld. Konstantin Zyryanov, Andrei Arshavin, Roman Pavlyuchenko og Vladimir Bystrov skoruðu mörk Rússa.

Litháen komst þó yfir í leiknum með marki Mantas Savenas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×