Enski boltinn

Pique: Leikmenn borðuðu hamborgara og drukku bjór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerard Pique, leikmaður Barcelona.
Gerard Pique, leikmaður Barcelona. Nordic Photos / AFP

Gerard Pique segir að leikmönnum Manchester United hafi verið leyft að borða það sem þeir vildu en hann fór frá United til Barcelona í sumar.

„Það var margt ótrúlegt sem átti sér stað hjá United. Öllum leikmönnum var heimilt að borða það sem þeir vildu og það verður að hafa í huga að enska matarræðið er nákvæmlega eins og allir lýsa því," sagði Pique í samtali við spænska fjölmiðla.

„Á tveggja vikna fresti var líkamsfita leikmanna mæld og það kom mér á óvart að tækið skuli ekki hafa brotnað miðað við það magn hamborgara og ölkrúsa sem leikmenn innbyrtu."

Pique er uppalinn hjá Barcelona en fór til United árið 2004. Hann segir að þrátt fyrir fjögurra ára veru sína hjá félaginu hafi hann ávallt átt erfitt með að skilja Alex Ferguson, stjóra United.

„Ferguson talaði ensku með skoskum hreim en í mínum eyrum hljómaði það eins og kínverska. En ég átti ekki í mestum vandræðum með þetta af öllum leikmönnunum og það eru enn leikmenn hjá félaginu sem skilja aldrei hvað hann segir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×