Enski boltinn

Kinnear ráðinn knattspyrnustjóri Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear.
Joe Kinnear. Nordic Photos / Getty Images

Joe Kinnear, fyrrum stjóri Luton og Wimbledon, hefur tímabundið verið ráðinn knattspyrnustjóri Newcastle.

Ráðningin nær til loka október en fyrr í mánuðinum sagði Kevin Keegan starfi sínu lausu. Síðan þá hefur Mike Ashley, eigandi Newcastle, ákveðið að selja félagið.

Fyrr í vikunni var sagt frá því að Terry Venables hafi verið boðið starfið en hann mun hafa hafnað því. Ráðning Kinnear þykir koma nokkuð á óvart.

Síðan Keegan hætti hefur Newcastle tapað þremur leikjum í röð undir stórn Chris Hughton.

Kinnear starfaði síðast hjá Nottingham Forest en var rekinn þaðan árið 2004. Hann sagðist vera mjög spenntur fyrir nýja starfinu.

„Úrslitin hafa ekki verið okkur hagstæð undanfarið en það býr mikið í þessu liði og ég er handviss um að það geti klifið stigatöfluna. Þetta er mikil áskorun fyrir mig en ég hlakka til að takast á við hana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×