Enski boltinn

Fabregas: Wenger væri kjörinn fyrir Barcelona

NordcPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Cesc Fabregas segir að ef hann myndi spila fyrir Barcelona einn daginn, yrði Arsene Wenger kjörinn þjálfari fyrir Katalóníuliðið.

Fabregas steig sín fyrstu skref hjá unglngaliði Barcelona á sínum tíma og hefur oft gert því skóna að hann hefði gaman af því að snúa aftur í Nou Camp einn daginn.

"Ef ég væri leikmaður Barcelona, myndi ég tvímælalaust mæla með því að félagið réði Arsene Wenger sem þjálfara. Hann er besti þjálfari sem ég hef haft og því lengur sem ég vinn með honum, því meira læri ég," sagði Fabregas í viðtali við sjónvarpsstöð í Katalóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×