Lífið

Madonna í sleik við kvenkyns dansara

Madonna endurnýtti gamalt og gott kynningartrix á útgáfutónleikum sínum í Frakklandi um helgina. Með kampavínsflösku í hendi jós poppdrottningi lofi yfir Frakkland og Frakka, og klykkti út með því að smella rennblautum kossi á kvenkyns dansara á sviðinu.

Söngkonan er um þessar mundir að kynna nýja plötu sína, Hard Candy. Kossaflens af þessu tagi hefur gefist Madonnu ágætlega hingað til, en frægður koss hennar og Britney Spears olli miklu fjaðrafoki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.