Innlent

Vesturlandavegi lokað um tíma vegna slyss

Alvarlegt umferðarslys tveggja bifreiða varð á Vesturlandsvegi rétt norðan við Borgarnes á áttundatímanum í kvöld. Tvennt þar af barn var flutt á slysadeild í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Tveir voru í annarri bifreiðinni og þrír í hinni. Ekki er vitað um tildrög slyssins en bílarnir eru báðir afar illa farnir.

Tafir urðu á umferð og þurfti að loka hringveginum um tíma. Hún komst af stað á nýjan leik fyrri klukkan níu í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×