Lífið

Lítill fréttahaukur fæddur

sev skrifar
Þóra með Halldór Narfa.
Þóra með Halldór Narfa.
Fréttaparinu Þóru Arnórsdóttur og Svavari Halldórssyni fæddist heilbrigð og myndarleg stúlka skömmu eftir níu í morgun. „Það er allt æðislegt, þetta er myndarstúlka og allir kátir," segir Svavar. Litla prinsessan var 17 merkur og 55 sentimetrar og heilsast móður og barni vel.

Þau Þóra og Svavar eiga fyrir soninn Halldór Narfa, sem er tveggja ára, og Svavar á þrjár dætur frá fyrra hjónabandi. Hann segir alls ekki útilokað að þau bæti í barnahópinn. „Þau eru svo vel heppnuð þessi tvö, og öll okkar fimm,"segir Svavar.

Það hlýtur að vera eitthvað í vatninu í Efstaleiti. Fjórar aðrar fréttakonur á RÚV eiga von á sér, þær Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Brynja Þorgeirsdóttir, Áslaug Skúladóttir og Rakel Þorbergsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.