Lífið

Grissom hættir að greina í CSI

William Petersen í hlutverki Gil Grissom.
William Petersen í hlutverki Gil Grissom.

William Petersen hefur ákveðið að hætta að leika réttarrannsóknarmanninn Gil Grissom í þáttunum CSI: Crime Scene Investigation en þættirnir hafa notið umtalsverða vinsælda hér á landi.

CSI er sakamálasería á ameríska vísu um Grissom og félaga hans í rannsóknardeild lögreglunnar í Las Vegas.

Petersen ákvað sjálfur að draga sig í hlé en hefur gefið velyrði fyrir því að koma fram stöku sinnum í gestahlutverki í þáttunum.

CSI er einn allra vinsælasti sjónvarpsþáttur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar og 17 milljónir horfðu að meðaltali á þáttinn í viku hverju á seinasta ári. Systurþættirnir CSI: Miami og CSI: New York hafa einnig notið talsverða vinsælda en eru þó eftirbátar Grissoms og félaga í CSI: Crime Scene Investigation.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.