Lífið

Minnie Driver er ekki feit - heldur ólétt

„Ertu að segja að ég sé feit? Hefurðu ekki tekið eftir maganum á mér?" með þessum orðum viðurkenndi Minnie Driver að hún ætti von á sínu fyrsta barni.

Driver var gestur í spjallþætti Jay Leno, sem opnaði umræðuna með því að grínast með að hún hefði bætt á sig og spyrja hvort hún hefði ekki verið einum farið einum of margar ferðir í hlaðborðið.

Leikkonan, sem er 38 ára, viðurkenndi að þó hún hefði gaman af óléttunni, gæti hún alveg lifað án morgunógleðinnar. Raunar skildi hún ekki hvers vegna hún væri kölluð morgunógleði, þar sem henni væri óglatt frá morgni til kvölds.

Driver neitaði alfarið að segja hver pabbinn væri, þar sem hún vildi halda honum utan kastljóss fjölmiðlanna. Hún hefur verið orðuð við fjölda Hollywoodstjarna gegnum tíðina. Hún trúlofaðist leikaranum Josh Brolin árið 2001, en þau skildu nýverið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.