Lífið

Madonna leitar til Paltrow í erfiðleikunum

Madonna og Gwyneth Paltrow.
Madonna og Gwyneth Paltrow.

Madonna undirbýr um þessar mundir tónleikaferð um heiminn sem hefst í ágúst á sama tíma og hún tekst á við bresti í hjónabandinu og bróður, Christopher Ciccone, sem skrifaði bók um hana í hennar óþökk.

Madonnu var ráðlagt að hvíla sig frá æfingum fyrir tónleikaferðalagið því hún slasaðist á hné en eiginmaður hennar, Guy Ritchie er staddur í London við undirbúning nýjustu myndar hans RocknRolla.

Þegar svona stendur á er gott að eiga góða vinkonu eins og leikkonuna Gwyneth Paltrow. Þær hittast reglulega og ræða málin á meðan þær ganga um stræti New York borgar.

Það hafa lengi verið vangaveltur um hjónabandsvandræði hjá parinu. Svo virðist sem soðið hafi upp úr árið 2005 þegar þau ættleiddu lítinn dreng frá Malawi.

Madonna lét hafa það eftir sér í heimildamynd á MTV að hún vildi „ljúka þessu öllu", þar sem eiginmaðurinn hefði ekki reynst standa undir væntingum hennar.

Talsmaður Madonnu segir ekkert til í sögusögnum um hjónabandserfiðleika hennar og Guy en þau kynntust í samkvæmi hjá popparanum Sting árið 1998 og giftu sig í kastala á Skotlandi tveimur árum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.