Erlendir sérfræðingar nauðsynlegir í rannsókn á bankahruni 4. nóvember 2008 20:01 Bogi Nilsson Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari segir ákæruvaldið ekki hafa á að skipa starfsmönnum sem geta innt af hendi þá sérfræðilegu athugun sem nauðsynlega þarf til þess að skoða aðdragandann að bankahruninu. Hann segir nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar komi að málum. Bogi var skipaður af Valtý Sigurðssyni núverandi ríkissaksóknara til þess að stjórna skýrslugerð um hrun bankanna þriggja. Bogi hefur nú ákveðið að hætta við að stýra því verkefni þar sem hann telur sig ekki lengur njóta nægilegs almenns trausts til að sinna því. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Bogi sendi frá sér í kvöld. „Umfang tjónsins, eitt út af fyrir sig, vekur grunsemdir um að refsiverð lögbrot hafi verið framin í starfsemi bankanna. Þá hafa komið fram vísbendingar um margvísleg kross eigna-og eigenda tengsl hjá bönkunum og helstu viðskiptavinum þeirra, sem ástæða er til að kanna rækilega. Kvittur er um sitthvað misjafnt varðandi peningamarkaðssjóði bankanna; um óeðlileg lán til stjórnenda þeirra og um grunsamlegar ráðstafanir og jármagnsflutninga skömmu fyrir hrunið svo eitthvað sé nefnt," segir Bogi í bréfinu. Því næst segir hann að hafa beri í huga að öll stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins hafi með einum eða öðrum hætti tengst eftirliti og endurskoðun á íslensku bönkunum eða helstu viðskiptavinum þeirra. „Loks hafa margir íslenskir hagfræðingar og aðrir sérfræðingar á sviði bankamála tjáð sig um bankahrunið í fjölmiðlum. Í raun eru örfáir ef nokkrir hér á landi sem búa yfir sérfræðiþekkingu til að sinna nákvæmri úttekt á starfsemi bankanna síðustu mánuðina og geta um leið talist óvilhallir og trúverðugir í því starfi." Bogi segir að í tveimur bréfum sínum til ríkissaksóknara hafi hann lýst þeirri skoðun sinni að ekki verði hjá því komist, eigi fullt traust og trúverðugleiki að ríkja um umrædda athugun á vegum ríkissaksóknara, að leita til erlendra óháðra sérfræðinga sem framkvæmi úttekt á starfsemi bankanna, útibúa þeirra og fyrirtækja í þeirra iegu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar fyrir hrun þeirra. „Greinargerðir og niðurstöður hinna erlendu sérfræðinga geta síðan orðið lyklar að sakarefnum sem lögreglunni ber að rannsaka." Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari segir ákæruvaldið ekki hafa á að skipa starfsmönnum sem geta innt af hendi þá sérfræðilegu athugun sem nauðsynlega þarf til þess að skoða aðdragandann að bankahruninu. Hann segir nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar komi að málum. Bogi var skipaður af Valtý Sigurðssyni núverandi ríkissaksóknara til þess að stjórna skýrslugerð um hrun bankanna þriggja. Bogi hefur nú ákveðið að hætta við að stýra því verkefni þar sem hann telur sig ekki lengur njóta nægilegs almenns trausts til að sinna því. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Bogi sendi frá sér í kvöld. „Umfang tjónsins, eitt út af fyrir sig, vekur grunsemdir um að refsiverð lögbrot hafi verið framin í starfsemi bankanna. Þá hafa komið fram vísbendingar um margvísleg kross eigna-og eigenda tengsl hjá bönkunum og helstu viðskiptavinum þeirra, sem ástæða er til að kanna rækilega. Kvittur er um sitthvað misjafnt varðandi peningamarkaðssjóði bankanna; um óeðlileg lán til stjórnenda þeirra og um grunsamlegar ráðstafanir og jármagnsflutninga skömmu fyrir hrunið svo eitthvað sé nefnt," segir Bogi í bréfinu. Því næst segir hann að hafa beri í huga að öll stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins hafi með einum eða öðrum hætti tengst eftirliti og endurskoðun á íslensku bönkunum eða helstu viðskiptavinum þeirra. „Loks hafa margir íslenskir hagfræðingar og aðrir sérfræðingar á sviði bankamála tjáð sig um bankahrunið í fjölmiðlum. Í raun eru örfáir ef nokkrir hér á landi sem búa yfir sérfræðiþekkingu til að sinna nákvæmri úttekt á starfsemi bankanna síðustu mánuðina og geta um leið talist óvilhallir og trúverðugir í því starfi." Bogi segir að í tveimur bréfum sínum til ríkissaksóknara hafi hann lýst þeirri skoðun sinni að ekki verði hjá því komist, eigi fullt traust og trúverðugleiki að ríkja um umrædda athugun á vegum ríkissaksóknara, að leita til erlendra óháðra sérfræðinga sem framkvæmi úttekt á starfsemi bankanna, útibúa þeirra og fyrirtækja í þeirra iegu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar fyrir hrun þeirra. „Greinargerðir og niðurstöður hinna erlendu sérfræðinga geta síðan orðið lyklar að sakarefnum sem lögreglunni ber að rannsaka."
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira