Íslenski boltinn

Boltavaktin á leikjum dagsins

Elvar Geir Magnússon skrifar

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins verður á öllum þremur leikjum dagsins í Landsbankadeild karla. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjunum meðan þeir eru í gangi.

Klukkan 14 mætast Þróttur og Valur á Valbjarnarvelli en hinir tveir leikirnir eru klukkan 16. Grindavík tekur á móti HK og FH fær fram í heimsókn en síðastnefndi leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Miðstöð Boltavaktarinnar safnar saman öllum helstu upplýsingunum úr öllum leikjunum þremur og birtir jafnóðum á sama staðnum. Á henni má einnig komast inn á Boltavakt hvers leiks.

Slóð Miðstöðvarinnar er visir.is/boltavakt.

Það voru fáir sem gátu trúað því fyrir mótið að Þróttur yrði með fleiri stig en Valur eftir átta umferðir. En það er hinsvegar staðreynd. Valsmenn hafa ollið miklum vonbrigðum á tímabilinu og ekkert annað en sigur á Valbjarnarvelli í dag kemur til greina hjá þeim.

Það sama á við með HK í Grindavík. Kópavogsliðið er í neðsta sæti deildarinnar og ekkert nema úrslitaleikir framundan hjá þeim ef þeir ætla að halda lífi í deildinni. Grindvíkingar unnu virkilega góðan sigur á Fylki í síðasta leik.

Sjónvarpsleikurinn verður síðan stórleikur FH og Fram á Kaplakrikavelli. FH-ingar eru í fyrsta sæti deildarinnar en Fram í því þriðja. Safamýrarliðið hefur komið mörgum á óvart og ljóst að Þorvaldur Örlygsson er að gera ansi góða hluti með liðið. Aðalsmerki þess er varnarleikurinn og spennandi að sjá hvernig þeim tekst að stöðva eitraða sókn FH.

Til að komast á Miðstöð Boltavaktarinnar er slóðin visir.is/boltavakt.

14:00 Þróttur - Valur

16:00 Grindavík - HK

16:00 FH - Fram








Fleiri fréttir

Sjá meira


×