Innlent

Bjarni og aðstoðarmaðurinn fá biðlaun í þrjá mánuði

Bjarni Harðarson og Ármann Ingi Sigurðsson aðstoðarmaður hans eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði frá afsögn Bjarna í dag. Kostnaður vegna þessa nemur rúmri 2,1 milljón króna.

Í gær sendi Bjarni aðstoðarmanninum tölvupóst þar sem hann biður hann um að leka nafnlaust í fjölmiðla bréfi þar sem ráðist er harkalega gegn Valgerði Sverrisdóttur varaformanni Framsóknarflokksins.

Fyrir slysni fór bréfið á alla fjölmiðla landsins, og raunar nokkra utan þess líka. Bjarni sagði í kjölfarið af sér í dag.

Þingmenn sem hafa setið a þingi skemur en tvö kjörtímabil eiga rétt á þriggja mánaða biðlaunum. Þau eru jafnhá þingfararkaupi, 562.020 krónur. Aðstoðarmenn þingmanna fá 25 prósent af þingfararkaupi fyrir að aðstoða einn þingmann eða sem samsvarar 140.505 krónum. Samkvæmt reglum um aðstoðarmenn missa þeir starfið ef þingmaður hættir þingmennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×