Innlent

Veggjakrotarar látnir hreinsa til eftir sig

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Þrír piltar á aldrinum 13-14 ára voru gerðir ábyrgir gjörða sinna eftir að upp komst að þeir hefðu krotað á veggi hjólageymlu í fjölbýlishúsi í Breiðholti.

Fram kemur í frétt lögreglunnar að þar sem bæði kostnaður og fyrirhöfn fylgi því að ná veggjakroti af urðu þær sættir í málinu að piltarnir máluðu sjálfir yfir krotið. Málsaðilar voru ánægðir með þá niðurstöðu en bæði tjónþolarnir og forráðamenn piltanna töldu það réttláta refsingu fyrir athæfið.

Veggjakrotararnir sjálfir voru líka komnir á þá skoðun en þeir komu á svæðisstöð lögreglunnar í Breiðholti í gær og lögðu fram ljósmyndir af nýmálaðri hjólageymslu, sem nú er tandurhrein og fín og laus við allt veggjakrot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×