Innlent

Flugi Sumarferða seinkar vegna flugumferðar á Tenerife

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Tenerife.
Frá Tenerife.

Flugi Sumarferða til Tenerife sem fara átti í loftið klukkan níu í morgun seinkar til klukkan ellefu. Að sögn Steinunnar Tryggvadóttur, þjónustu- og starfsmannastjóra Sumarferða, er seinkunin til komin vegna umferðarteppu á flugvellinum úti.

„Þetta eru flugumferðarvandræði á flugvellinum á Tenerife svo okkar brottför var breytt. Við áttum að fara í loftið klukkan níu en förum klukkan ellefu fékk ég að heyra núna fyrir 20 mínútum. Þetta eru einhverjir umferðarerfiðleikar á flugvellinum úti," sagði Steinunn í samtali við Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×