Innlent

Ökuhraði á Hringveginum lækkar umtalsvert á fjórum árum

MYND/Hilmar

Ökuhraði á Hringveginum að sumarlagi hefur lækkað verulega frá árinu 2004 eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Vitnað er til nýrra talna sem safnað hefur verið saman fyrir stofnunina.

Á þessu tímabili hefur meðalökuhraðinn á tíu stöðum lækkað um einn kílómetra á klukkustund á ári sem er mjög mikið og enn meira þegar miðað er við svokallaðann V85 hraða sem hefur lækkað um 1,5 kílómetra á klukkustund á ári. V85 er sá hraði sem 85 prósent ökumanna halda sig innan við en 15 prósent aka hraðar.

Á þessu fjögurra ára tímabili hefur meðalökuhraðinn lækkað um 5,7 kílómetra á klukkustund, eða úr 108,6 í 102,9. Vegagerðin segir þetta ánægjulegt og þakkar auknu hraðaeftirliti bættan árangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×