Innlent

Hnífamaður enn í haldi

Ungur maður er enn í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum, eftir að æði rann á hann um borð í togbáti, sem lá við bryggju í Sandgerðishöfn í gærkvöldi.

 

Hann ógnaði öðrum skipverjum með hnífi og hafði í hótunum við þá. Lögregla kallaði út sérsveit ríkislögreglustjóra, en þegar hún átti skammt ófarið á vettvang, gafst maðurinn upp og gekkst lögreglunni á hönd. Engan skipverja sakaði en maðurinn verður yfirheyrður í dag, þegar áfengisvíman verður runnin af honum.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×