Innlent

Ákvörðun um loftrýmiseftirlit væntanleg í dag

Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg Sólrún.

,,Við hljótum auðvitað í deilum okkur við Breta reyna að leysa þær en ekki magna," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í hádeginu þegar hún var spurð hvort eðlilegt væri að þiggja boð breskra stjórnvalda um loftrýmiseftirlit á sama tíma og þjóðirnar eigi í hörðum deilum.

Ingibjörg sagði óviturlegt að blanda þessum málum saman. Til standi að taka ákvörðun í málinu í dag.

Fréttablaðið greindi frá því ef hætta á við komu breskrar flugsveitar til loftrýmisgæslu á Íslandi í desember þarf að taka þá ákvörðun í dag. Komi hún seinna verða gámar með hergögnum þegar lagðir af stað til landsins með skipi.

Össur Skarphéðinsson, sem þá var starfandi utanríkisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund 17. október að honum fyndist það ekki við hæfi að Bretar kæmu með þessum hætti Íslandi til varnar þar sem það myndi misbjóða þjóðarstolti Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×