Innlent

Árni og Björgvin eiga ekki að segja af sér

Geir og Ingibjörg á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum 24. október sl.
Geir og Ingibjörg á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum 24. október sl.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna gefa lítið fyrir þau orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í Mannamáli á Stöð 2 á sunnudagskvöld þegar hann sagði að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og segja af sér sem ráðherrar. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í hádeginu.

,,Mér finnst að hann eigi ekki að vera láta upp skoðanir hvernig ríkisstjórnin er samsett. Við skiptum okkur ekki af því hvernig skipað er til sætis í stjórn Alþýðusambandsins," sagði Geir og bætti við að þetta væri mál formanna stjórnarflokkanna til að leysa úr en ekki forseta ASÍ.

Ingibjörg sagði að sér hafi fundist gagnrýni Gylfa ómakleg og hún hafi jafnframt verið órökstudd. ,,Hann kom hvergi fram með nein rök af hverju bankamálaráðherrann ætti að segja af sér. Hvað hafði bankamálaráðherrann gert af sér og hvar hafði hann sofið á verðinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×