Erlent

Fyrsti fundur vegna alþjóðakreppunnar í Washington 15. nóvember

MYND/AP

Ákveðið hefur verið að fyrsti fundur í fundarröð leiðtoga heimsins vegna yfirstandandi fjármálakreppu verði í Washington 15. nóvember. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir heimildarmanni innan Bandaríkjastjórnar.

Á fundunum er ætlunin að kalla saman leiðtoga bæði iðnríkja og þróunarríkja þar sem ræða á viðbrögð við fjármálakreppunni og endurskipulagningu á alþjóðlegum fjármálastofnunum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að sams konar kreppa endurtaki sig.

Fundunum hefur þegar verið líkt við Bretton Woods-viðræðurnar sem lögðu grunnin að endurreisn alþjóðahagkerfisins eftir síðari heimsstyrjöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×