Lífið

Patrick Swayze: Ég er gangandi kraftaverk

Patrick Swayze heilsuhraustur á ný.
Patrick Swayze heilsuhraustur á ný.

Patrick Swayze greindist með lífshættulegt krabbamein í brisi og var tjáð að hann ætti nokkrar vikur eftir ólifaðar en nú er hann allur að hressast og fær í flestan sjó.

Swayze var hraustlegur að sjá þegar þegar hann átti leið um flugvöllinn í Los Angeles í gær. Aðspurður út í heilsuna svaraði 55 ára leikarinn brosandi: „Ég er gangandi kraftaverk."

New York Times greinir frá því að fyrirhuguð þáttaröð hans á A&E sjónvarpsstöðinni, The Beast, fari í tökur á ágúst. Kynningarþáttur fyrir seríuna var tekinn upp í janúar, áður en að Swayze var greindur. Samkvæmt blaðinu var sjónvarpsstöðin var um það bil að fara að kynna að hún hyggðist ráðast í framleiðslu á þættinum þegar fréttist af krabbameininu í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.