Sport

Ragnheiður: Þokkalega sátt við sundið - Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Ragnheiður stingur sér til sunds í morgun
Ragnheiður stingur sér til sunds í morgun Mynd/Vilhelm

Ragnheiður Ragnarsdóttir var sæmilega sátt við frammistöðu sína í morgun þegar hún kom í mark á 56,35 sekúndum í undanrásum 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum.

"Ég fílaði mig ágætlega fyrstu 50 metrana en svo kom smá stopp á mig eftir 75 metra. Þá fann ég allt í einu erfiði en ekkert til að tala um. Þetta var alveg ágætt og ég er þokkalega sátt við sundið," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir sem varð í 35. sæti af 48 keppendum í 100 metra skriðsundi áðan.

"Ég hef ekki alveg verið að springa út í 100 metra sundinu og hef einbeitt mér meira að 50 metra sundinu. Því var um að gera að hafa gaman af þessu og ég gerði það."



Ragnheiður brosir sínu breiðastaVilhelm
Ragnheiður fann sig vel fyrstu 75 metranaVilhelm
Ragnheiður stingur sér til sundsVilhelm
Allt að verða klárt fyrir átökinVilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×