Innlent

Meðlimir Steed Lord á slysadeild eftir harðan árekstur í morgun

Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra Agli Eðvarssyn,i upptökustjóra Kastljóssins, voru öll flutt á slysadeild eftir harðan árekstur við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut í morgun.

Samkvæmt vakthafandi lækni er líðan fólksins ágæt eftir atvikum og þau öll með meðvitund. Ástand eins er þó enn tvísýnt vegna innvortis blæðinga. Heimildir Vísis herma að Svala hafi verið flutt á gjörgæslu og tveir bræðranna farið í aðgerð vegna innvortis meiðsla.

Hljómsveitin var á leið í Leifsstöð þegar áreksturinn varð. Fyrirhugað var að hún spilaði á tónleikum í Stokkhólmi annað kvöld og í Osló á föstudagskvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×