Dylan með 10 plötur á topp 500 lista Rolling Stone

Á ferli sínum hefur Dylan hlotið óteljandi viðurkenningar og verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Plöturnar hans hafa verið tilnefndar til Grammy, Golden Globe og Óskarsverðlauna, hann hefur verið innlimaður í Rock and Roll Hall of Fame, Nashville Songwriters Hall of Fame og Songwriters Hall of Fame. Á frægum lista Rolling Stone tímaritsins yfir 500 bestu plötur allra tíma á Dylan heil 10 stykki og þar af eru tvær á topp 10. Aðeins Bítlarnir eiga fleiri plötur á listanum, 11 plötur. Árið 1999 var Dylan á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur 20. aldarinnar og árið 2004 var hann númer tvö á lista Rolling Stone yfir "Mestu listamenn allra tíma", en aftur voru það einungis Bítlarnir sem skákuðu honum og hirtu efsta sætið. Dylan hefur auk þess nokkrum sinnum verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Nóbels.