Erlent

Dæmdir hryðjuverkamenn strjúka úr fangelsi

Ættingjar látinna eftir sprengjuárásina 17. maí 2003.
Ættingjar látinna eftir sprengjuárásina 17. maí 2003. MYND/AFP

Níu manns sem dæmdir voru fyrir aðild að sjálfsmorðssprengjuárás í Casablanca 2003 hafa strokið úr marokkósku fangelsi. Fangelsisyfirvöld í Kenitra sem er 40 km norður af höfuðborginni Rabat, uppgötvuðu flóttann í morgun samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis landsins. Innanríkisráðherra Marokkó sagði AFP fréttastofunni að fangarnir hefðu grafið göng til a komast út.

Fjörtíu og fimm manns létust í sjálfsmorðssprengjuárásinni og fjöldi slasaðist. Meðal hinna látnu voru 12 menn sem báru sjálfsmorðssprengjur.

Rannsókn á flóttanum stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×