Lífið

Madonna vill indverskt barn

Madonna ætlar að ættleiða indverskt barn, samkvæmt heimildum Sun blaðsins. Söngkonan, sem ættleiddi lítinn dreng frá Malaví fyrir tveimur árum, hafði í hyggju að ættleiða stúlku þar, en gafst upp á pappírsvinnunni í kringum ættleiðinguna.

Madonna og eiginmaðurinn, Guy Richie, fóru í frí til Indlands í janúar, þar sem þau hittu Bollywood-danshöfundinn Sandip Soparrkarr, sem hefur sjálfur ættleitt indverskt barn. Þau ræddu meðal annars allan þann fjölda indverskra barna sem vantar heimili, og heillaðist poppdrottningin af hugmyndinni um að ættleiða eitt slíkt. Eiginmaðurinn var mótfallinn í fyrstu, en samkvæmt heimildamanni blaðsins er Madonna vön því að fá það sem hún vill, og svo fór í þessu tilfelli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.