Íslenski boltinn

Arnór Guðjohnsen

MYND/MYNDASAFN KSÍ
Var atvinnumaður í tvo áratugi, frá 1978 til 1998. Með Anderlecht í Belgíu lék hann tvo úrslitaleiki í Evrópukeppnum, gegn Tottenham árið 1983 og Sampdoria árið 1990. Árið 1987 var hann útnefndur besti leikmaður deildarinnar, auk þess sem hann var markakóngur hennar og belgískur meistari með félaginu. Hann var einnig kjörinn íþróttamaður ársins það ár. Lauk ferlinum með Örebro í Svíþjóð þar sem hann var kjörinn besti útlendingur sem leikið hafði í Svíþjóð.

Landsleikir/mörk: 73/14



Fleiri fréttir

Sjá meira


×