Lífið

Þorsteinn ánægður með fyrsta Svalbarðaþáttinn

"Þetta gekk bara mjög vel," segir Þorsteinn Guðmundsson um fyrsta þáttinn af Svalbarða sem sýndur var í gær. "Við lærum vonandi af fyrsta þættinum, það eru einhver smáatriði sem við viljum bæta en við erum mjög hamingjusöm," bætir hann við.

Í fyrsta þættinum bauð Þorsteinn áhorfendum upp á bráðskemmtilegt spjall við Flosa Ólafsson leikara, Völu Matt lífskúnstner og svo Bödda í Dalton en Vísir sagði í síðustu viku nokkrar fréttir af svaðilförum hans.

Inn á milli var svo skotið leiknum grínatriðum þar sem Ágústa Eva Erlendsdóttir liðsinnti Þorsteini.

Hann segir að þetta sé snið sem haldið verði í en kappkostað verði að fá fjölbreytta gesti í þáttinn.

Á fimmtudaginn má svo sjá hvernig íslenskir áhorfendur taka þættinum en þá verða birtar niðurstöður Capacent úr áhorfsmælingu helgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.