Enski boltinn

Chelsea býður á völlinn

Forsvarsmenn Chelsea ætla að borga farið og miðana fyrir stuðningsmenn félagsins sem ætla á leik liðsins við Everton þann 17. apríl.

Þessi ákvörðun var tekin eftir að ekki var orðið við beiðni Chelsea um að fresta leiknum en hann verður spilaður á fimmtudagi svo að sjónvarpsstöðin Sky geti sýnt beint frá honum.

Avram Grant þjáfari mótmælti þessu harðlega og segir þetta koma sínu liði afar illa enda þarf Chelsea nú að leika tvisvar á fjórum dögum.

Þegar ákvörðunin um þetta var svo staðfest ákváðu forsvarsmenn Chelsea í mótmælaskyni að nýta þau 400 þúsund pund sem sýningarrétturinn færir liðinu fyrir leikinn í að borga miða og rútur fyrir alla stuðningsmenn sína sem ætluðu á leikinn.

Þeim stuðningsmönnum Chelsea sem þegar hafa keypt miða verður endurgreitt.

Hægt er að skrá sig fyrir miðum á chelseafc.com




Fleiri fréttir

Sjá meira


×