Lífið

Andrea Róberts á von á barni

Sjónvarpskonan og háskólaneminn Andrea Róbertsdóttir og kærasti hennar, Jón Þór Eyþórsson, verkefnastjóri hjá Senu og útgáfustjóri Cod Music, eiga von á sínu fyrsta barni. Andrea er komin átján vikur á leið, og kemur barnið því að öllum líkindum í heiminn í byrjun september.

Skötuhjúin hafa komið sér vel fyrir í litlu húsi í Hvalfjarðarsveit, sem ætti líklega að vera paradís fyrir litla grislinga.

Andrea hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hún vinnur nú að síðustu þáttunum af 07/08 bíó leikhús, sem renna sitt skeið í lok apríl, og útskrifast úr meistarnámi í mannauðsstjórnun frá viðskipta- og hagfræðisviði HÍ í byrjun júní, auk þess sem hún situr í stjórn UNIFEM.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.