Verður spennandi að sjá hvort Ísland komist áfram Breki Logason skrifar 1. apríl 2008 13:32 Sigrún Birna Blomsterberg dansari. MYND/Valli „Við vorum búnar að bóka okkur í þetta í maí og svo er það bara hrifsað af manni korter í keppni," segir Sigrún Birna Blomsterberg ein af fjórum dönsurum sem tóku þátt í að sigra undankeppnina í Eurovision með lagið, This is my life. Búið er að taka ákvörðun um að henda stelpunum fjórum út úr atriðinu í stað fjögurra bakraddarsöngvara. Sigrún segir að stelpurnar séu búnar að hittast á fundi og ræða við fólk um hvað þær geti gert. „Það er verið að brjóta á okkur og við héldum eins og alþjóð að við færum með út. Það þarf að ná sáttum í þessu máli," segir Sigrún sem þó vill ekki skella sökinni á Friðrik Ómar og Regínu Ósk sem syngja lagið. Aðeins sex einstaklingar mega vera á sviðinu úti og segir Sigrún að Páli Óskari sem samdi texta lagsins hafi fundist vanta meiri kraft í sönginn. „Síðan prófuðu þau bakraddir sem honum fannst virka mjög vel og þannig á að redda söngnum," segir Sigrún sem hafði heyrt Heru og Pétur Jesú sem kandídata í bakraddir. „Það er búið að fara með þetta í nokkra hringi og ég hef líka heyrt að það verði einhverjir tveir strákar til viðbótar. Það var búið að tala við þá áður en við vorum reknar." Sigrún bendir á að fólk hafi ekki einungis verið að kjósa lagið heldur atriðið í heild sinni. „Við erum búnar að hjálpa þeim að koma þessu lagi uppúr Laugardagslögunum og vinna þá keppni, svo er manni bara hent í burtu," segir Sigrún sem er mjög óánægð með hvernig að þessu var staðið. „Þetta snýst heldur ekkert bara um rassgatið á okkur fjórum heldur voru fjölskyldur búnar að ákveða sumarfrí á þessum tíma og annað í þeim dúr. Það verður því spennandi að sjá hvort Ísland verði enn eina ferðina aftarlega á merinni eða komist áfram í keppninni." Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
„Við vorum búnar að bóka okkur í þetta í maí og svo er það bara hrifsað af manni korter í keppni," segir Sigrún Birna Blomsterberg ein af fjórum dönsurum sem tóku þátt í að sigra undankeppnina í Eurovision með lagið, This is my life. Búið er að taka ákvörðun um að henda stelpunum fjórum út úr atriðinu í stað fjögurra bakraddarsöngvara. Sigrún segir að stelpurnar séu búnar að hittast á fundi og ræða við fólk um hvað þær geti gert. „Það er verið að brjóta á okkur og við héldum eins og alþjóð að við færum með út. Það þarf að ná sáttum í þessu máli," segir Sigrún sem þó vill ekki skella sökinni á Friðrik Ómar og Regínu Ósk sem syngja lagið. Aðeins sex einstaklingar mega vera á sviðinu úti og segir Sigrún að Páli Óskari sem samdi texta lagsins hafi fundist vanta meiri kraft í sönginn. „Síðan prófuðu þau bakraddir sem honum fannst virka mjög vel og þannig á að redda söngnum," segir Sigrún sem hafði heyrt Heru og Pétur Jesú sem kandídata í bakraddir. „Það er búið að fara með þetta í nokkra hringi og ég hef líka heyrt að það verði einhverjir tveir strákar til viðbótar. Það var búið að tala við þá áður en við vorum reknar." Sigrún bendir á að fólk hafi ekki einungis verið að kjósa lagið heldur atriðið í heild sinni. „Við erum búnar að hjálpa þeim að koma þessu lagi uppúr Laugardagslögunum og vinna þá keppni, svo er manni bara hent í burtu," segir Sigrún sem er mjög óánægð með hvernig að þessu var staðið. „Þetta snýst heldur ekkert bara um rassgatið á okkur fjórum heldur voru fjölskyldur búnar að ákveða sumarfrí á þessum tíma og annað í þeim dúr. Það verður því spennandi að sjá hvort Ísland verði enn eina ferðina aftarlega á merinni eða komist áfram í keppninni."
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira