Innlent

Svar kynferðisafbrotamanns: Ég veit það ekki, ég var fullur

Andri Ólafsson skrifar
Frá Eyrarbakka
Frá Eyrarbakka

Móðir 13 ára stúlku sem misnotuð var á Eyrarbakka aðfaranótt laugardags gekk berserksgang við heimili mannsins sem níddist á dóttur hennar um helgina.

Dóttir konunnar hafði skömmu áður sagt móðir sinni frá því sem gerðist á heimili mannsins.

"Ég einfaldlega sprakk," segir móðirin. Hún æddi á bílnum sínum að heimili mannsins sem braut gegn dóttur hennar. Keyrði í gegnum runna og inn í garðinn hans.

"Ég var froðufellandi af bræði og man varla eftir því sem gerðist þetta kvöld. Ég man samt eftir því að maðurinn var náhvítur í framan. Hann var ein stór augu. Ég réðst á hann, sparkaði í hann og kýldi. Spurði hvernig hann hafði getað gert dóttur minni þetta.

Það eina sem hann gat sagt var "Ég veit það ekki. Ég var fullur."

Fyrr en varði komu tveir lögreglubílar á svæðið. Maðurinn var handtekinn og færður á brott í járnum. Hann var yfirheyrður og síðan látinn laus. Maðurinn játaði. Segist ekki hafa vitað að stúlkan hafi verið 13 ára og að samræðið hafi verið með hennar samþykki.

 

Ítarlegra viðtal Vísis við móður stúlkunnar frá því í morgun má lesa hér


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×