Lífið

Mýrin vann í Valenciennes

Ingvar E. Sigurðsson leikur lögregluþjóninn Erlend í Mýrinni.
Ingvar E. Sigurðsson leikur lögregluþjóninn Erlend í Mýrinni.

Á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Valenciennes i Frakklandi má segja að Mýrin hafi komið, séð og sigrað.

Myndin vann aðalverðlaun hátíðarinnar en einnig hlaut Baltasar Kormákur sérstök verðlaun fyrir leikstjórn og Ingvar Sigurðsson hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki.

Úrslitin voru kynnt fyrr í dag, á lokadegi hátíðarinnar. Enginn fulltrúi myndarinnar var á staðnum en Baltasar þakkaði fyrir sig símleiðis á verðlaunaafhendingunni sjálfri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.