Lífið

Stjörnulögfræðingur á blæjubíl

Sveinn Andri tekur sig vel út í bílnum.
Sveinn Andri tekur sig vel út í bílnum.
„Mig hefur langað í svona bíl frá því ég var krakki," segir Sveinn Andri Sveinson, lögfræðingur, sem festi í síðustu viku kaup á forláta hvítum Mustang blæjubíl.
Sveinn Andri tekur sig vel út í bílnum.
Mustanginn er ekkert slor, með 300 hestafla V8 vél. Sveinn kannast ekki við það að vera forfallinn bíladellukarl, en er þó greinilega hrifinn af gripnum. „Þetta er bíll sem maður tímir ekki að hafa kveikt á útvarpinu í, því vélarhljóðið er svo fallegt," segir Sveinn.

Aðspurður hvort einhver möguleiki sé að nýta hestöflin þrjú hundruð á íslenskum vegum með íslenskum hraðatakmörkunum segir Sveinn það alveg hægt - svo lengi sem ekki sjáist til manns.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.