Lífið

Ásdís byrjuð að fagna

MYND/ArnoldStúdio
„Ég er viss um að þetta takist núna, það er engin leið að þær nái mér eftir þetta. Forskotið er það mikið," segir Ásdís Rán, sem trónir í efsta sæti í fyrirsætukeppninni Is She Hot? Ásdís bætir við að hún sé eiginlega byrjuð að fagna.

Keppnin gengur þannig fyrir sig að sú stúlka sem er í efsta sæti í kosningu á heimasíðu keppninnar um hver mánaðarmót vinnur sér inn þáttökurétt í áströlskum raunveruleikaþætti þar sem sigurlaunin eru milljón dollarar.

Ásdís hefur verið yfirleitt vermt efsta sæti listans frá því hún hóf þáttöku í keppninni, en missti sigurinn naumlega í hendur næstu konu á lista rétt áður en kosningu lauk um síðustu mánaðarmót. Hægt er að kjósa hana á heimasíðu keppninnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.