Lífið

Keith Richards búinn að slátra skammtímaminninu

Keith Richards hefur viðurkennt að hann reyki gras stöðugt, og eigi í stökustu vandræðum með að muna eftir megni ævi sinnar. Það kemur sér illa þegar maður er að skrifa ævisögu sína.

Rokkarinn með leðurandlitið, sem ótrúlegt en satt ekki nema 64 ára, segir að minnisleysið hafi valdið sér stökum vandræðum við skrifin. Oft muni hann ekki hvað gerðist í gær, hvað þá meira.

Richards vill þó ekki kenna dópinu einu um minnisleysið, en hann þurfti að gangast undir aðgerð á heila eftir að hann hrundi úr tré á Fiji eyjum árið 2006.

Þó rokkarinn sé ekki hættur í dópi þá hefur hann þroskast á öðrum sviðum. Hann hefur loksins viðurkennt fyrir sjálfum sér að það sé ekki mikið rokk í því að lita á sér hárið, og frumsýndi á dögunum ljósgráa ólitaða lokka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.