Enski boltinn

Benitez hrósar landa sínum

NordcPhotos/GettyImages

Rafa Benitez stjóri Liverpool hrósaði markaskoraranum Fernando Torres eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool í dýrmætum sigri þess á erkifjendunum í Everton í dag.

"Ég hef sagt það áður að ég hef mikla trú á Torres og við erum allir ánægðir að hann hafi skorað í dag. Það að hann skuli vera að skora svona mikið á sinni fyrstu leiktíð er sannarlega frábært fyrir hann. Samvinna hans og Steven Gerrard er sannarlega einstök. Við eigum erfiða leiki framundan við Arsenal, Tottenham og Blackburn - svo þessi sigur í dag var sannarlega mikilvægur," sagði Benitez.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×