Enski boltinn

Ronaldo vill verða sá besti í heimi

NordcPhotos/GettyImages

Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist ólmur vilja ná sér í viðurkenninguna besti knattspyrnumaður í heimi. Hann hefur skoraði 35 mörk í síðustu 35 leikjum fyrir Manchester United og fáir leikmenn hafa verið í öðru eins formi í vetur.

Ef svo fer sem horfir mun Ronaldo líklega sópa til sín öllum helstu verðlaunum á Englandi, en eftir að hafa orðið þriðji í kjörinu á knattspyrnumanni ársins á eftir þeim Kaka og Leo Messi á síðasta ári - vill Ronaldo gera enn betur nú.

"Stefnan er að vinna bæði úrvalsdeildina og Meistaradeildina og við höfum leikmennina til að gera það. Takmark mitt er að verða besti knattspyrnumaður í heimi og það er það sem ég stefni á hvern einasta dag. Aðeins Guð veit hvort mér tekst það einn daginn en það yrði mér mikilvægt að vinna verðlaun sem knattspyrnumaður ársins," sagði Ronaldo í samtali við News of the World í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×