Lífið

Sean Penn biðlar til sinnar heitt elskuðu

Sean Penn ásamt Robin Wright Penn.
Sean Penn ásamt Robin Wright Penn. Mynd/ Reuters.
Hollywoodstjarnan Sean Penn hefur fengið bakþanka varðandi skilnað sinn við eiginkonuna, Robin Wright Penn.

Þau skildu að borði og sæng í desember síðastliðnum, eftir ellefu ára hjónaband, en nú vill Sean fá Robin aftur.

Hann þráir að fá hana til baka. Hann hringir til hennar allar stundir dagsins og biður hana um fyrirgefningu, en hún skellir á jafnhraðan, hefur National Enquirer eftir ónafngreindum heimildarmanni.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað það er sem Sean Penn þarf að biðjast fyrirgefningar á.

Sean og Robin eiga saman börnin Hopper Jack, 14 ára, og Dylan Frances, 16 ára.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.