Enski boltinn

United á siglingu

United menn voru frábærir í kvöld
United menn voru frábærir í kvöld NordcPhotos/GettyImages

Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið tók Aston Villa í kennslustund á Old Trafford 4-0. Wayne Rooney skoraði tvívegis og Carlos Tevez og Cristiano Ronaldo bættu við sitt hvoru markinu.

Heimamenn hefðu raunar geta skorað miklu fleiri mörk í leiknum, en á sama hátt voru Villa-menn óheppnir að ná ekki að skora í opnum og skemmtilegum leik.

United hefur nú sex stiga forskot á Arsenal á toppnum en Chelsea getur skotist í annað sæti og minnkað forskotið í fimm stig með sigri á Middlesbrough á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×