Enski boltinn

Þetta var hræðileg leiktíð

NordcPhotos/GettyImages

Paul Jewell knattspyrnustjóri Derby sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í dag, skóf ekki af hlutunum í samtali við BBC í dag. Derby féll úr úrvalsdeildinni þrátt fyrir 2-2 jafntefli við Fulham.

"Þetta er búið að vera löng og erfið leiktíð, hræðileg leiktíð. Nú þegar ljóst er að við erum fallnir úr úrvalsdeildinni er bara eitt sem skiptir máli - byrjun næstu leiktíðar. Ég hef séð að þetta er frábært félag á þeim tíma sem ég hef verið hérna. Með réttu leikmönnunum og rétta hugarfarinu getum við náð árangri hérna," sagði Jewell.

Derby hefur aðeins unnið einn sigur í 32 leikjum í deildinni í vetur, en það var 1-0 sigur á Newcastle í september. Liðið hefur aðeins skorað 16 mörk. Liðið er grafið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig - 13 stigum á eftir Fulham sem er í næstneðsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×