Lífið

Bubbi elskar Pál Óskar út af lífinu

Hvítu jakkafötin verða líklega ekki hluti af rokkbúningnum.
Hvítu jakkafötin verða líklega ekki hluti af rokkbúningnum.
„Það verður seint logið upp á hann Pál Óskar að hann sé mikill rokkari," segir Bubbi Morthens aðspurður um hvers sé að vænta af rokkatriði Páls Óskars í Bandinu hans Bubba í kvöld.

Páll Óskar er gestadómari í þættinum og tekur lagið. Aðstandendur þáttarins sögðu í gær að Palli myndi mæta til leiks klæddur sínu svakalegasta rokkdressi, og væri spenntur yfir því að fá loksins tækifæri til að sýna sitt sanna rokkeðli.

Þeir sem voru farnir að sjá Palla fyrir sér ráman í rifnum gallabuxum þurfa þó ekki að örvænta, hann mun ekki reyna fyrir sér í dauðarokki. „Ég held að Palli viti alveg hvar sín mörk liggja," segir Bubbi, og upplýsir að Palli muni flytja sígildan góðan slagara frá gullaldarárum Hauks Morthens

„Hinsvegar er páll svo mikill skemmtikraftur fra guðs hendi að leitun er að öðru eins," segir Bubbi, sem efast ekki um hæfileika Palla. „Ég elska Palla út af lífinu.

Bubbi lofar einnig fleiri óvæntum uppákomum í þættinum, en ónefndur Íslendingur mætir til leiks og flytur eina af perlum íslenskrar dægurtónlistar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.