Lífið

Í slóð Slömmlordanna í miðbænum

Á laugardaginn ætlar Birna Þórðardóttir að bjóða upp á göngutúr og leiðsögn um þau hverfi sem verst hafa orðið fyrir barðinu á niðurníðslutísku undanfarinna ára. „Ég hef boðið upp á gönguferðir um miðbæinn í sex ár. Mörg þessi hús hafa stungið í augun og út af umræðunni núna ákvað ég að bjóða upp á gönguferð í slóð slömmlordanna," segir Birna.

Gangan fer um Hverfisgötuna og nágrenni, og gegnum Þingholtin. Og ekki er allt fagurt á þeirri leið. „Þau eru víða þessi slömmlordaspor," segir Birna.

„Það er eins og maður sé að fara um borg sem hefur verið yfirgefin í hasti eftir óáran eða loftárás," segir Birna, og bætir við að hún voni að það verði tekið til hendinni. „Ekki bara mokað ofan í skurð og sléttað yfir heldur reynt að endurgera það sem unnt er svo við getum haft einhverja tilfinningu fyrir því að fólk hafi búið hér áður."

Birna segir algengt að fólk æði áfram án þess að líta í kringum sig, og sem finnst fyrrverandi borgarstjórar ekki hafa verið með augun nægilega opin. „Það er gott að menn hafa fengið sýn. Við verðum að vona að menn meini eitthvað með því sem þeir segja."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.