Lífið

50 listamenn koma fram í Kaaber húsinu

Helgina 4 - 6 apríl mun veftímaritið www.Getrvk.com standa fyrir listasýningu í gamla Kaaber húsinu. Á sýningunni munu koma fram allir þeir listamenn sem komið hafa fram í blaðinu ásamt fleirum en alls er gert ráð fyrir að um 40-50 listamenn komi fram.

Sú hefð hefur verið við lýði á veftímaritið Getrvk.com að ungum listamönnum er gefið tækifæri til að hanna forsíðu tímaritsins sem kemur út vikulega og veita svo þeim listamönnum umfjöllun.

Í Kaaber húsinu verður fjölbreytt flóra af listamönnum. Ljóðskáld, ljósmyndarar, myndlistafólk, graffarar og fatahönnuðir sýna verk sín en í kjölfar sýningarinnar verður partýinu haldið gangandi með tónleikahaldi á Q-bar og Barnum þar sem margir upprennandi tónlistarmenn munu stíga á stokk.

Opnun sýningarinnar er föstudaginn 4. apríl kl. 17 miðaverð er 1000 kr. Miðar eru seldir við innganginn. Miðinn gildir alla helgina, miðin gefur kost á að komast framfyrir í röð á Q-bar og á Barnum á tónleikakvöldunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.