Enski boltinn

Gillett getur ekki starfað með Hicks

AFP

George Gillett segist ekki geta starfað með meðeiganda sínum Tom Hicks og viðurkennir að samstarf þeirra hafi verið erfitt að undanförnu. Saman eiga þeir knattspyrnufélagið Liverpool.

Gillett segir að sér hafi borist morðhótanir síðan Hicks neitaði að selja DIC hlut sinn í félaginu um daginn, en segist sjálfur hafa verið til í að selja sinn hlut. Ekkert hafi þó orðið úr því.

"Ég hef á tíðum ekki geta starfað með Hicks. Við gáfum honum tækifæri á að kaupa okkur út en hann náði því ekki í gegn. Hann talaði ógætilega og fyrir vikið höfum við fengið stuðningsmennina upp á móti okkur. Þar með eigum við mjög erfitt með að selja honum okkar hlut í félaginu. Hann hótaði að hindra að ég seldi hlut minn til Dubai og það var eitt af því sem fór í stuðningsmennina," sagði Gillett í samtali við ESPN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×