Lífið

Pete Doherty í fótspor Cruise og Travolta

Pete Doherty er kominn á kaf í Vísindakirkjuna, eftir að vinkona hans, plötusnúðurinn Nadine Ruddy, kynnti hann fyrir trúnni.

Rokkarinn hefur samkvæmt heimildum The Sun viðað að sér fjölda bóka um trúna, og mætir reglulega á heimili Nadine til að ræða hana.

Vísindaskáldsöguhöfundurinn fann trúna upp árið 1951, en hún gengur meðal annars út frá því að sálir löngu látinna geimvera hafi tekið sér búsetu í mönnum og valdi þannig flestum vandræðum okkar. John Travolta og Tom Cruise eru meðal gallharðra Vísindakirkjumeðlima. Trúin er vinsæl hjá fræga fólkinu, enda ekki ókeypis að iðka hana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.