Lífið

Rolling Stones fyrirgefið eftir tæpa hálfa öld

Stones voru óþekkir ungir drengir.
Stones voru óþekkir ungir drengir.
Rolling Stones hafa á löngum ferli spilað á öðru hverju krummaskuði í heimi. Ekki þó nýlega í Blackpool.

Það gæti breyst. Skallapoppararnir hafa verið bannaðir í sumarleyfisbænum í rúma hálfa öld, en bæjaryfirvöld hafa nú náðarsamlegast leyft þeim að spila þar aftur. Bannið var sett á árið 1964, þegar óeirðir brutust út eftir tónleika sveitarinnar á Empress Ballroom klúbbnum.

Sjö þúsund áhorfendur brutu kristalsljósakrónurnar, gjöreyðilögðu Steinway-flygil og rifu sæti af festingum eftir að sveitin sakaði einn áhorfenda um að hrækja á gítarleikarann Brian Jones.

Bæjaryfirvöld sögðu við fjölmiðla í gær að ef sveitin fyrirgæfi þeim, myndu þau fyrirgefa sveitinni. Banninu hefði formlega verið létt, og það myndi veita þeim mikla ánægju að sjá sveitina spila í bænum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.