Lífið

Íslensku tónlistarverðlaunin vinsælasta sjónvarpsefnið

Í vikulegri könnun Capacent sem birt er í dag fyrir vikuna 17.-23.mars eru Íslensku tónlistarverðlaunin með mesta áhorf. 55,3% þjóðarinnar á aldrinum 12-80 ára horfðu á útsendingu Sjónvarpsins frá verðlaununum.

Fréttir Stöðvar 2 eru vinsælasta sjónvarpsefni stöðvarinnar.

25,5% horfðu á Fréttir Stöðvar 2 í síðustu viku og er það 2,4% hækkun frá vikunni á undan.

CSI þættirnir eru vinsælasta efni Skjás eins í síðustu viku en 17,9% horfðu á sakamálaþáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.